Beita stjórnvöld mig ofbeldi? - svo heyri ég sagt

(...gengistryggðu lánin)

Ég geri mér enga grein fyrir því að verið sé að fara illa með mig. Kannski kemur að því, án þess að ég geri mér grein fyrir því núna.

Jafn vitlaus og ég var, að vera með gengistryggt lán, er ég vitlaus að skilja ekki að nú sé verið að grafa undan lífsviðurværi mínu með því að Hæstiréttur dæmi slíka viðmiðun ólögmæta.

Það sem olli andlegum þyngslum og hjartaöng; gífurlegt fall íslensku krónunnar, sem líkamnaðist í óyfirstíganlegum hækkunum á lánum tengdum öðrum gjaldmiðlum.

Ólík vaxtakjör í ýmsum löndum; (oftast) miklu lægri lánavextir en hér, voru forsendur þess að lánin, sem við héldum erlend, voru mun lægri vextir. Heyri oftast töluna 3%.

Auðvitað voru lánin ekki BÆÐI gengistryggð OG verðtryggð. Verðtryggt lán sem ég fékk, ber rúmlega 5% vexti (AUK verðtryggingar; FFVT).  Óverðtryggð lán bundust vöxtum eins og þeir voru á hverjum tíma (8-23%)

Nú þegar forsendum fyrir þessum óvenjulega lágu vöxtum (hér á landi!) er kippt út; tengingu við "myntkörfu" , hvernig get ég ætlast til þess að halda þessum 3% vöxtum á láninu?

Yrði verðtrygging lána felld með Hæstaréttardómi, á ég þá að fá að halda áfram að borga þessi 5,1% eins og áður?  Hvað ætla þá þeir sem voru hvorki með gengis- né verðtryggð lán að heimta?  Verða þeir eftir sem áður að borga viðmiðunarvexti Seðlabankans?   Eða bara, aþþí bara?

Geti einhver skýrt út fyrir mér að afleiðing dómsins sé þvílíkt ofbeldi gegn mér, þætti mér vænt um að fá rökstuddar skýringar.  Þá get ég loksins farið að hata einhvern Devil

 

 

dcn0051l[1]

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband