Færsluflokkur: Trúmál

Ótrúlegar ferðir - ótrúleg kona - síðasta tækifærið

Jóhanna Kristjónsdóttir, hin merka og klára kona, hefur um nokkurra ára skeið fylgt fjölda Íslendinga á ferðalögum í Austurlöndum nær (Miðausturlöndum).

Hún hefur leitt okkur að Rauðahafinu. Fleytt okkur í Dauðhafinu. Dulbúið okkur inní moskur. Fylgt okkur í gegnum hina undursamlegu Petru (Indiana Jones). Verið með okkur í tjaldútilegu í Sahara.

Nú hefur hún ákveðið að láta staðar numið og hættir sem "fylgdarkona" ferðamanna á þessu ári.

Síðasta ferðin verður til Egyptalands 1. nóvember til 12. nóvember. Ég veit ekkert hvert ferðinni er heitið innan Egyptalands, fann bara þessa fínu mynd á netinu :)

Heimasíða Jóhönnu er

http://www.johannaferdir.blogspot.com/

Egypt_01

Flest okkar erum í fyrirfram sorg og eftirsjá eftir Jóhönnu því í hennar fylgd hefur maður komist næst því að finnast maður sjálfur staddur í miðri bíómynd - og það jafnvel á liðnum öldum.

Þessi færsla er bara ætluð til að æsa upp ferðaþorsta hjá þeim sem eiga eitthvað aflögu. Sjálf mæli ég með því að eyða því sparifé sem maður hefur nurlað. Ekki fór vel fyrir mínu. Vildi hafa farið víðar meðan skrokkur og skildingur leyfði.

Jóhanna fer í haust með hópum til Marokkó og Íran en þar eru víst ekki fleiri pláss laus.

Mér til skemmtunar og grobbs á elló ætla ég að segja frá því þegar ég fór til Líbanon, Sýrlands, Jemen, Jórdaníu og Lybíu. 

 3331688-Houses_in_Sanaa-Sanaa

Sana'a - höfuðborg Jemen

 

petra

Í undraveröld Petra - Jórdaníu

 

empty-downtown-beirut

Beirut - Líbanon

 

2194622-Dusk-at-the-Umayyad-Mosque--Damascus-Syria-1

Omayad moskan í Damaskus - Sýrlandi

 

89045915.wpGmORrz

Höfuðborgin Trípolí - Líbíu

 


Víðfeðmasti maður sem um getur!

Maðurinn hefur verið gríðarlega stór og mikill; sérstaklega breiður eða langur. Svo voru ósköpin að fólk þurfti að fara í spássitúr "á milli hans" til að ná af honum tali?!

Segi ekki daglega, en mjög oft, heyri ég fólk tala um að það hafi þurft að ganga milli Pontíusar og Pílatusar (sá síðast í texta í fréttunum, og það staðfært yfir í þessa útkomu).

Ekki get ég staðfest að þetta fólk hafi verið til, en sagan segir að Heródes nokkur og Pontíus Pílatus hafi hent sakamanni á milli sín; hvorugur vildi taka ákvörðun eða "axla ábyrgð"

Manngreyið hét Pontíus Pílatus,  svo ofangreint hlýtur að vera eina hugsanlega skýringin.

Svona eins og forsetafrúna vantaði leðurstígvel og þyrfti margsinnis að spyrja þá Ólaf og Ragnar.

a1249

Hve langt síðan og hve langt þangað til?

Það eru áreiðanlega ekki svo mörg ár síðan að Norðmenn hefði ekki grunað að þeir þyrftu að takast á við slík mál Police

Ætli verði mörg ár þangað til við þurfum að takast á við svipuð mál? Shocking

 

Ég sætti mig við að vera með "skylduklút" í þeim löndum sem slíks er krafist. Samkvæmt því vil ég líka að í "mínu" landi (a.m.k. meðan við "eigum" það) verði "okkar" viðmið virt.  Ninja

Kalli mig hver, hvað hann vill Whistling


mbl.is Höfuðklútur bannaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband