Færsluflokkur: Vísindi og fræði

"Hraðinn í fólksfækkun á landinu færist í aukana"

(Vísir, 09. okt. 2009 11:18)

Þessi fréttamaður getur kannski bakkað afturábak, aftur fyrir sig, áfram.

???

Vinur minn, sem veit að ég er málfarsfasisti, sendi mér þessa fyrirsögn; hann þekkir mig. 

Stundum blöskrar manni meðferð íslenskunnar.  Við hljótum að gera kröfur um að fjölmiðlafólk sé sæmilega skrifandi.

Þetta er í raun endurtekin færsla, sú fyrri var klúðurslega upp sett.


Ærar ær og vankaðar vallabíur

Úr Pressunni: 

Tasmanía:

_MG_0174_albino_wallaby_500

Þetta er ekki myndin sem fylgdi fréttinni en þessi vallabía (wallaby) gæti alveg verið að vakna eftir "kvöld á akrinum". 

Þetta er auðvitað ekki fyndið, en samt...

Uppdópaðar smákengúrur skaða uppskeruna

Litlar kengúrur, vallabíur, sem gæða sér á löglega ræktuðu ópíumi í Tasmaníu, komast í vímu, hoppa í hringi og traðka niður uppskeruna.

„Við höfum verið í vandræðum með vallabíur á valmúaökrum. Þær verða útúrdópaðar og hoppa í hringi áður en þær detta niður. Við höfum séð hringi eftir skakkar smákengúrur í ökrunum,“ sagði Lara Giddings, lögmaður ástralska fylkisins frammi fyrir fjárlaganefnd.

Framkvæmdastjóri annars þeirra tveggja fyrirtækja sem rækta valmúa á eyjunni segir þekkt að dýr sem bíti valmúann hegði sér undarlega.
„Við höfum oft heyrt um rollur sem ganga í hringi eftir að hafa étið valmúann eftir að við höfum slegið akrana,“ segir Rick Rockliff hjá Alkaloids.

Tasmanía er stærsti framleiðandi heims löglega ræktaðs ópíums fyrir lyfjaiðnaðinn og útvegar um helming hráefnisins í morfín og skyld lyf. Tvö fyrirtæki hafa leyfi til þess. Þau eru með samninga við um 500 bændur sem rækta valmúa á um 20 þúsund hekturum lands.


Víðfeðmasti maður sem um getur!

Maðurinn hefur verið gríðarlega stór og mikill; sérstaklega breiður eða langur. Svo voru ósköpin að fólk þurfti að fara í spássitúr "á milli hans" til að ná af honum tali?!

Segi ekki daglega, en mjög oft, heyri ég fólk tala um að það hafi þurft að ganga milli Pontíusar og Pílatusar (sá síðast í texta í fréttunum, og það staðfært yfir í þessa útkomu).

Ekki get ég staðfest að þetta fólk hafi verið til, en sagan segir að Heródes nokkur og Pontíus Pílatus hafi hent sakamanni á milli sín; hvorugur vildi taka ákvörðun eða "axla ábyrgð"

Manngreyið hét Pontíus Pílatus,  svo ofangreint hlýtur að vera eina hugsanlega skýringin.

Svona eins og forsetafrúna vantaði leðurstígvel og þyrfti margsinnis að spyrja þá Ólaf og Ragnar.

a1249

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband