3.7.2010 | 15:46
Beita stjórnvöld mig ofbeldi? - svo heyri ég sagt
(...gengistryggðu lánin)
Ég geri mér enga grein fyrir því að verið sé að fara illa með mig. Kannski kemur að því, án þess að ég geri mér grein fyrir því núna.
Jafn vitlaus og ég var, að vera með gengistryggt lán, er ég vitlaus að skilja ekki að nú sé verið að grafa undan lífsviðurværi mínu með því að Hæstiréttur dæmi slíka viðmiðun ólögmæta.
Það sem olli andlegum þyngslum og hjartaöng; gífurlegt fall íslensku krónunnar, sem líkamnaðist í óyfirstíganlegum hækkunum á lánum tengdum öðrum gjaldmiðlum.
Ólík vaxtakjör í ýmsum löndum; (oftast) miklu lægri lánavextir en hér, voru forsendur þess að lánin, sem við héldum erlend, voru mun lægri vextir. Heyri oftast töluna 3%.
Auðvitað voru lánin ekki BÆÐI gengistryggð OG verðtryggð. Verðtryggt lán sem ég fékk, ber rúmlega 5% vexti (AUK verðtryggingar; FFVT). Óverðtryggð lán bundust vöxtum eins og þeir voru á hverjum tíma (8-23%)
Nú þegar forsendum fyrir þessum óvenjulega lágu vöxtum (hér á landi!) er kippt út; tengingu við "myntkörfu" , hvernig get ég ætlast til þess að halda þessum 3% vöxtum á láninu?
Yrði verðtrygging lána felld með Hæstaréttardómi, á ég þá að fá að halda áfram að borga þessi 5,1% eins og áður? Hvað ætla þá þeir sem voru hvorki með gengis- né verðtryggð lán að heimta? Verða þeir eftir sem áður að borga viðmiðunarvexti Seðlabankans? Eða bara, aþþí bara?
Geti einhver skýrt út fyrir mér að afleiðing dómsins sé þvílíkt ofbeldi gegn mér, þætti mér vænt um að fá rökstuddar skýringar. Þá get ég loksins farið að hata einhvern
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2010 | 15:03
Víst eru til góðir kattasmalar (catboys)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2009 | 13:07
Toppstöðin - virðingarvert framtak
Hlekkur á Toppstöðina
Fréttablaðið, 25. jún. 2009
Frumkvöðlarnir verða í Toppstöðinni
Borgarráð hefur samþykkt að heimila rekstur frumkvöðlaseturs í svokallaðri Toppstöð í Elliðaárdal.
Hugmyndin felst í því að skapa hönnuðum, arktitektum og iðnaðarmönnum sameiginlegan vettvang til að skapa nýjar vörur, þekkingu og hugvit í afmörkuðu rými varaflstöðvarinnar," segir í greinagerð með tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. Semja á við áhugahóp um nýtingu Toppstöðvarinnar og sagt koma til greina að hleypa fleirum inn í húsið.
Tveir fyrrverandi borgarstjórar ítrekuðu í borgarráði að rífa ætti bygginguna.
Ég hef verið og er enn þeirrar skoðunar að rífa eigi Toppstöðina eins og ávallt hefur staðið til, enda húsið lýti í umhverfinu," segir í bókun Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og tekið er í svipaðan streng í bókun Ólafs F. Magnússonar:
Ég hvet eindregið til þess að Toppstöðin í Elliðaárdal verði rifin þegar í stað, í fyrsta lagi sem hluti verndunarstefnu gagnvart Elliðaánum í öðru lagi sem hluti atvinnuskapandi verkefnis með skýra framtíðarsýn í þágu komandi kynslóða að leiðarljósi."
Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi vinstri grænna, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Þorleifur segir nauðsynlegt að rífa húsið en að það verði borginni mjög dýrt á erfiðum tímum. Borgarráðsfulltrúi VG telur því skynsamlegt að leyfa starfsemi í húsinu um tíma en það verður jafnframt að vera tryggt að sú starfsemi hamli ekki niðurrifi hússins þegar betur árar." - gar
/leturbreytingar eru mínar/ey/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.12.2009 kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
18.11.2009 | 23:32
Umsamið er umsamið
Það hlýtur að vera fullkomlega eðlilegt að bankastarfsmennirnir geri launa- og bónuskröfur í þrotabú bankans... það var UMSAMIÐ!
Það var hins vegar EKKI UMSAMIÐ að þeir gættu hags fyrirtækisins eða viðskiptavinanna.
Annars horfði ég á vel gerða mynd um hrunið, 3. og síðasta hluta, sýnda á RÚV.
Maður skilur það núna að
útrásarfíklarnir hafa verið vel samanburðarhæfir og búið yfir starfshæfni á heimsmælikvarða!
Fjármál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.11.2009 | 02:10
Oft skil ég ekki fólk
Væri ég skólastjóri eða hefði einhver völd í skóla, leyfði ég krökkum frá öllum trúarhópum að setja upp tákn sinnar trúar.
"Fjölmenningarskólar" hér á landi eru líklegast í svolitlu basli sem á e.t.v. eftir að versna.
Austurbæjarskólinn er hvað þekktastur fyrir að hafa nemendur frá mörgum þjóðlöndum.
Frægt var af endemum þegar ákveðið var að taka svínakjöt og e.t.v. fleira, af matseðli barnanna. Nú væri svo komið að trúarbrögð ýmissa nemenda leyfðu ekki svínakjötsát.
Í staðinn fyrir t.d. að útbúa annað fyrir þá, nú eða "redda" með einhverju, þá var þessi matur tekinn af ÖLLUM (mér væri sama, et ei svín - af bragðástæðum, ekki trúarbragða)
Aftur að mér sem skólastjóra:
Flokkuðust öll börnin undir kristni - mætti hafa krossa út um allt og snúrur úti í garði, fyrir mér (munið þessar gömlu)
Svo í hvert sinn sem barn frá öðrum trúarbrögðum innritaðist í skólann mætti það koma með "sitt tákn" og hengja upp, t.d. við hliðina á krossinum
Krossar, hálfmánar, Shivur, Divur, Óðinn/eða Þór. Allt eftir því sem þeirra trú eða trúleysi notaði fyrir tákn.
Væri ekki bara sniðugt að þau fengju að læra og kynnast því að við förum ekki öll eftir sömu leiðum í lífi og trú eða trúleysi og erum samt bara harla góð - öll?
Ítalir æfir yfir krossabanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2009 | 13:01
Hefði næstum frekar viljað OUTLET !
Fékk senda auglýsingu sem ég hreint verð að afrita hérna. Hef enga ástæðu til að fela nafn auglýsanda þar sem hann birtir þessa gullaldarmálsauglýsingu opinberlega. Varla auglýsing annars. Þar að auki fær fyrirtækið fyrirtaksauglýsingu með þessu tiltæki mínu.
Breitt og breytt letur eru nokkurs konar hnegg frá mér. Breyti samt ekki stafkróki.
Mér þykir einstaklega gaman að nöldra. Ekki eins og Bubbi syngur "Mig kennir til"
______________________________________________________________
Tilboð
10 tíma kort frá 6.900,-
Stakur tími aðeins 790,-
Helgartilboð stakur tími á 500,-
"Shitload" af kremum
Sohosól Grensásvegi 16
Opið frá 11:00 - 23:00 virka daga
Helgar frá 13:00 - 22:00 p.s. ef við erum ekki á djamminu!
Sími 578-4747
SOHOSÓL Nýjar perur!
Nýjir eigendur
Nýtt staff
Nýjar áherslur
31.10.2009 | 02:37
Skuldadagar í viðskiptum mínum við BÓNUS - eindagi í nánd
Jæja þá, og það er nú svo og svo er nú það.
Þá fer líklega að koma að eindaga á skuld okkar við BÓNUS & Kompaní.
Nú virðist komið að því að súkkulaðikúlulánin sem við höfum smjattað á í 20 ár eða svo, verði gjaldfelld.
Héðan í frá tökum við að okkur að borga mismuninn á lægra vöruverði í Bónus+Co.
Allt sem við höfum talið okkur trú um, - að hafa borgað minna fyrir vörur úr Bónus er komið á hvolf. Nú endurgreiðum við líklega verð(mis)muninn
Ég hef verslað í Bónus frá því að hann var opnaður. Þess vegna hef ég "sparað" ógrynni fjár. Þess vegna ætti mér ekki að verða skotaskuld að taka þátt í að borga niðurfellingar skulda þeirra. Alsæl.
******************************************************************
*******Birt á AMX þann 30.10.2009 http://www.amx.is/vidskipti/11034/
Tugmilljarða skuld Haga mögulega afskrifuð
Tugmilljarða króna skuld eignarhaldfélagsins 1998 verður mögulega afskrifuð á næstu vikum.
Félaginu hefur verið gefinn nokkurra daga frestur til að leggja til aukið hlutafé, að því er Ríkisútvarpið greinir frá.
1998 á Haga sem reka Bónus, Hagkaup og fleiri stórar verslanakeðjur á Íslandi."
Þann 15. september síðastliðinn fór Erlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, fram á að sölu Baugs á Högum yrði rift. Eigendurnir hafa svarað og mótmælt riftuninni. Skiptastjóri hefur nú frest til 19. febrúar 2010 til þess að höfða mál gegn eigendunum.
Skiptastjórinn sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann myndi þó taka ákvörðun mun fyrr, að öllum líkindum vel fyrir áramót.
Viðskiptablaðið sagði frá því á vefsíðu sinni í dag að eigendur Haga, eignarhaldsfélagið 1998, hefði gert samning um að reiða fram fimm milljarða króna í aukið hlutafé á næstu dögum gegn því að fá að halda félaginu áfram.
En eins og staðan er nú skuldar 1998, félag Jóns Ásgeirs og fjölskyldu 45-50 milljarða króna vegna láns sem var slegið í Kaupþingi sumarið 2008 þegar Hagar voru keyptir út úr Baugi.
En eitt er víst að ef eigendunum tekst ekki að reiða fram þetta aukna fé mun bankinn eignast félagið og einu eign þess sem er Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup, 10-11 og Útilíf.
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að verðmæti Haga geti ekki staðið undir láninu. Allt bendir því til þess að bankinn muni þurfa að afskrifa tugi milljarða króna af skuld félagsins við bankann hvort sem hann mun leyfa Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fjölskyldu að eiga félagið áfram eða leysir það til sín.
Endanleg afskrift ræðst af verðmæti hlutabréfanna í Högum.
Hvorki náðist í Sigurjón Pálsson né Regin Frey Mogensen sem sjá um málið af hálfu Kaupþings -og hafa tekið sæti í stjórn 1998 ásamt Jóhannesi Jónssyni sem kenndur er við Bónus.
Þá vildi Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings ekki tjá sig um málið í dag. Upplýsingafulltrúi bankans sagði ekki unnt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu," segir enn fremur í fréttinni.
(leturbreytingar eru mínar)
Síða
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.10.2009 | 01:09
Gegn kreppuþyngslum
Spaugilegt | Breytt 24.10.2009 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2009 | 04:40
"Hraðinn í fólksfækkun á landinu færist í aukana"
Þetta er í raun endurtekin færsla, sú fyrri var klúðurslega upp sett.
Fjölmiðlar | Breytt 11.10.2009 kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.10.2009 | 02:35
Engin alvara í þessu bloggi
Vinnandi fólk spyr oft lífeyrisþega hvernig þeir fái eiginlega tíman til að líða?
Gott og vel, um daginn fórum við hjónin í bæinn og komum við í verslun.
Við vorum þar í fimm mínútur og þegar við komum út var lögregluþjónn að skrifastöðumælasekt.
Við fórum til hans og sögðum: Heyrðu, hvernig væri að sýna svolitla tillitssemi og gefa ellilífeyrisþegum eitt tækifæri?
Hann lét sem hann sæi okkur ekki og hélt áfram að skrifa sektina.
Þá kallaði ég hann nazista-svín. Hann starði á mig og fór að skrifa annan sektarmiða, nú vegna slitinna hjólbarða.
Þá kallaði konan mín hann drullupung. - Hann kláraði að skrifa miða númer tvö og setti undir rúðuþurrkuna hjá þeim fyrri.
Þá fór hann að skrifa þriðja sektarmiðann. Þetta hélt áfram í um 20 mínútur og því meira sem við móðguðum hann þeim mun fleiri sektarmiða skrifaði hann.
Prívat og persónulega var okkur nákvæmlega sama. Við áttum ekki þennan bíl. Við komum nefnilega með strætó.
Á hverjum degi reynum við bara að skemmta okkur svolítið; við erum þó ellilífeyrisþegar.
Og það er nauðsynlegt að halda húmornum á þessum aldri.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)